Að sett sé í stjórnarskrána ákvæði um stjórnlagaráð sem taki að sér endurskoðun stjórnarskrár á t.d. 10 ára fresti og sé kosið með beinum hætti og tillögur þess lagðar fram í þjóðaratkvæðagreiðslu ájn aðkomu alþingis. Alþingi er löggjafarsamkoman okkar og á að starfa eftir stjórnarskránni en ekki setja sér reglur að eigin geðþótta eða með hrossakaupum.
þjóðin þarf að hafa beina aðkomu að stjórnarskrá sem síðan alþingi, dómsvaldið og framkvæmdarvaldið starfar eftir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation