Vistvæn matvælaframleiðsla í Helguvík

Vistvæn matvælaframleiðsla í Helguvík

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar leiti leiða til að efla, hvetja til og laða að vistvæna matvælaframleiðslu í Helguvík.

Points

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar leiti leiða til að efla og hvetja til vistvænnar matvælaframleiðslu í Helguvík, allt frá orkufrekum gróðurhúsum til tilraunastarfsemi með lífræna ræktun hverskonar. Allar fjárfestingar í þessum geira borga sig til lengri tíma litið. Hægt er að tengja þetta við tækniinnviði á Ásbrú, taka frá lóðir í deiliskipulagi til að bjóða svona starfsemi og muna að við viljum vistvænan atvinnurekstur við bæjarfótinn.

Ég væri til í að vera með öðru frábæru fólki í að starta svona verkefni. Þannig atvinnustarfsemi er viðbót og nýjung hér á þessu svæði að ég best veit.

Menningar- og atvinnuráð tók hugmyndina fyrir á fundi sínum og bókaði um hana: Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Verið er að vinna í atvinnuþróunarstefnu og verður hugmyndinni komið í þann farveg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information