Gangbraut vantar þar sem Sigtún og Engjavegur mætast
Sigtún er aðaltenging stórs hluta Selfossar við miðbæjargarðinn og þjónustu bæjarfélagsins í ráðhúsinu. Hinsvegar er engin gangbraut og þurfa því vegfarendur að skjóta sér milli bíla sem keyra oft á miklum hraða til að ná næstu ljósum.
Oft farið gangandi/hjólandi Sigtúnið niður í miðbæ til að vera ekki í allri umferðinni. Þar vantar þó gangbraut yfir Engjaveginn við Sigtúnið og þá er freistandi að "stökkva" bara yfir Engjaveginn í staðin fyrir að fara að umferðarljósunum. Myndi bæta umferðaröryggi mikið að fá þarna a.m.k. gangbraut
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation