Frá Suðurhólum og að hraðahindrun stuttu eftir gatnamót Erlurima og Norðurhóla er ekkert sem hægir á umferð. Það virðist vera undantekning að bílstjórar fari eftir hámarkshraða sem er 30 km/klst. Þarna mætti t.d. setja upp hraðamælingarskilti (líkt og er við Vallaskóla) áður en komið er að skólanum (úr báðum áttum), þrengingu við skólann (gangbraut við Folaldahóla/Hrafnhóla) og/eða hraðahindrun út við gatnamót við Suðurhóla.
Yfir Erluriman þarf mikill fjöldi skólabarna að fara og að auki er yngsta stig skólans með inngang og leikaðstöðu við Erlurimann. Það er því ennþá mikilvægara að gera allt sem er hægt til að hægja á umferð þarna í gegn. Þarna getur verið frekar mikil umferð sem eykur á hættuna sem skapast. Einnig eykur þessi hraði bílana á þá hávaðamengun sem myndast fyrir þá sem búa næst Erlurimanum. Þarna virðast bílar vanalega keyra á 50 - 60 km/klst (jafnvel hraðar 😡).
Þarna er of mikill hraði, alltaf. Alveg sama á hvaða tíma dags. Þarna er mikil umferð, sérstaklega þegar verið er að skutla og sækja og á sama tíma eru gangandi skólabörn á ferðinni yfir götuna. Ég hef líka áhyggjur af hraða stærri bíla þarna td flutningabíla. Ég styð þá hugmynd heilshugar að sett verði upp þrenging eða hraðahindrun við Folaldahóla/Hrafnhóla yfir Erlurimann. Gangbraut er einfaldlega ekki nóg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation