Á nokkrum stöðum meðfram Brimnesvegi verði áhugasömum gert kleift að njóta útsýnis án þess að það rýri gildi varnanna. Snyrta þarf svæðið milli malbiks og vanargarðs við Brimnesveginn, villigróðri útrýmt og möl sett í staðinn. Þar sem malbikið endar þarf að fylla í holur, en æskilegast að malbika allan hringinn niður á Odda og að Hafnarstræti.
Við Brimnesveginn eru nú háar brimvarnir en útsýnið út fjörðinn heillar á góðum dögum. Nú príla þeir upp á sjóvarnargarðinn sem treysta sér til, en þarna er þó augljós slysagildra.
Gera þyrfti þrjá útsýnispalla, einn við Bárugötu, Öldugötu og Tjarnargötu, þar sem auðvelt væri að geta farið um tröppur upp á pall til að njóta útsýnisins út og yfir fjörðinn. Þessa palla þarf að útbúa þannig að auðvelt sé að taka þá á lyftaragöfflum, þeir séu teknir og settir í geymslu yfir veturinn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation