Nú er svo komið að nauðsynlegt er að fá dýpkunarskip til þess að dæla burtu sandi sem kominn er inn í höfnina. Þeir sem sigla á smábátum inn í höfnin en þekkja ekki vel til geta strandað á grynningunum. Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar þarf að setja þetta verkefni á verkefnalista sinn og láta framkvæma dýpkun sem allra fyrst.
Flateyrarhöfn mun áfram verða mjög mikilvægur liður í uppbygginga allrar atvinnustarfsemi er tengist fiskveiðum og vinnslu aflans. Stálþilið sem rekið var niður fyrir um 70-árum hefur látið mjög á sjá. Það hefur sigið mikið og gengur sjór yfir höfnina þegar stórstreymt er. Náttúruöflin sem skópu eyrina eru enn að verki og stöðugt berst sandur meðfram oddanum og inn á hafnarsvæðið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation