Uppbygging íþróttamannvirkja og viðhald fylgi íbúaþróun og aðgengi og aðstaða til hreyfingar á útivistarsvæðum sé góð. Mikilvægt er að uppbygging íþróttamannvirkja sé fjölbreytileg til að mæta ólíkum þörfum. Áhersla er á að hún fylgi íbúaþróun og skapi tækifæri til samnýtingar fyrir fjölbreytta viðburði. Að sama skapi verði gott aðgengi tryggt að útivistarsvæðum og þar verði góð aðstaða til hreyfingar fyrir alla. Mótuð verði áætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja með þessa hagsmuni að leiðarljósi. Sömuleiðis verði fjármagn tryggt í reglulegt viðhald á íþróttamannvirkjum með öryggis- og heilsufarsþætti í forgangi.
Okkur vantar badminton höll fyrir börn og fullorðna til að æfa badminton í gamla Kópavogi (200 eða 201)
Þróa og uppfæra skólalóðir og viðhalda þeim.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation