Upplýsingateymi

Upplýsingateymi

Stofna þarf sérstakt upplýsingateymi sem kemur nauðsynlegum upplýsingum mjög ákveðið til bæjarbúa. Teymið gæti tengst þjónustuveri en þyrfti að vera með a.m.k. einn á vakt allan sólarhringinn. Teymið væri skipað af 5-7 einstaklingum. Yfirmaður teymisins væri samskiptastjóri bæjarins. Þetta snéri að upplýsingum um rafmagni vatn (heitt og kalt), samgöngur og annað sem hefur tafarlaus áhrif á íbúa.

Points

Borið hefur á því að upplýsingar um lokanir fyrir vatn, lokanir gatna eða annað sem hefur veruleg óþægindi í för með sér fyrir íbúa ákveðinna svæða hafi ekki verið aðgengilegar fyrir alla og sjaldnast augljósar. Margir aldraðir notast hvorki við tölvur né farsíma. All nokkrir kæra sig ekki um að nota tölvur eða farsíma. Talsverður fjaldi hefur ekki efni á slíkum tækjum. Upplýsingar þurfa að liggja á betri stað en djúpt á vef bæjarins eða á lítt skipulagðri facebook síðu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information