Það þarf að breyta torginu og gera það meira aðlaðandi, útbúa aðstöðu fyrir ýmsar uppákomur þannig að þeir sem koma fram geti verið í skjóli fyrir vindi og regni.
Þeir bekkir sem nú eru á torginu gera það að verkum að fólk snýr baki í sólina, sem dæmi. Það mætti kannski vinna einhverjar tillögur með arkitekt torgsins, Pálmari Kristmundssyni. Hann var t.d. fenginn til að hanna minnisvarða um ólympíufara Ísfirðinga árið 2004 sem SFÍ vildi reisa á Silfurtorgi en þeirri hugmynd var hafnað.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation