Það má vera 30km hámarkshraði á mun fleiri götum í Grindavík. T.d. í Hópshverfinu þegar komið er inn í íbúagöturnar mætti vera 30km þótt það sé 50 km á Hópsbrautinni sjálfri. Sama á við víðsvegar annars staðar í Grindavíkurbæ. Lykilatriði til að auka það að fólk gangi og hjóli meira er að umferðin hægi meira á sér. Fólk í bíl getur alveg keyrt aðeins hægar. Einnig er mikilvægt að umhverfið hafi þau áhrif að fólk keyri hægar því skilti með 30km eitt og sér lækkar ekki hraðann.
Grindavík er allt of mikill bílabær og við þurfum að búa betur að gangandi og hjólandi vegfarendum. Einnig stóreykur það öryggi yngstu íbúanna ef hraðinn minnkar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation