Fjölskylduvöllur í stað Sorpu

Fjölskylduvöllur í stað Sorpu

Á einum besta stað í Kópavogsdal stendur Sorpa. Þetta er eina starfsemin sem er austan við Digranesveg og norðan við Dalveg. Sorpa hefur fært hluta af starfsemi sinni á gamla Gustsvæðið enda myndast oft langar raðir við hringtorgið fyrir framan Sorpu. Legg til að Sorpa verði færð úr dalnum og þarna verði gerðar lóðir fyrir aðra starfsemi, fjölskyldu afþreyingu og torg í tengslum við náttúruna í dalnum. Aðgengi gangandi fólks eða akandi tryggt. Aðstaða svo börn geti verið frjáls en örugg.

Points

Þrátt fyrir góðan ásetning er fjúkandi tusl frá móttökustöðinni því miður áberandi. Sérstaklega þegar líður á vetur og veður versna. Það eru mörg óræktarsvæði í dalnum sem nýta mætti betur fyrir útivist íbúa. Hér hefur komið fram hugmynd um að gróðursetja fleiri berjarunna og það þætti mér frábært, það hafa ekki allir tök á slíku heima hjá sér.

Frábært ef það væri áhersla á fjölskyldu og útivistarsvæði. Mjög flott ef það væru gróðursettir rifsberja- og hindberjarunnar sem allir mættu ganga í, eplatré o.s.frv.

Staðsetningin er á miðju hæfuðborgarsvæðisins í kjarna verslunar og þjónustusvæðis Kópavogs. Svæðið er einnig í jaðri og tengir saman þrjú hverfi í Kópavogi. Smárann, Digranesið og Lindir. Þrátt fyrir að Sorpa sé að gera sitt besta við að halda starfsemi sinni á svæðinu snyrtilegu þá er því miður ekki samlegð á þeirri starfsemi og því sem í nágrenni er. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Kópavog að taka stöðu sem go-to staður fyrir Íslenskar fjölskyldur.

Til að styrkja flokkun og endurvinnslu eru svona stöðvar nauðsynlegar. Endurvinnslustöð Sorpu er trúlega vinsælasta þjónustufyrirtækið á Dalvegi. Ef loka á Sorpu á Dalvegi þá er nauðsynlegt að benda á annan stað í Kópavogi (vestan Reykjanesbrautar). Án Sorpu í Kópavogi yrði mun erfiðara fyrir íbúa svæðisins að fara með t.d. lausan garðaúrgang á kerru um hraðbrautir og um mjög langan veg að fara.

Fjölskylduvænt svæði i stað Sorpu og veitingastaður fyrir gangandi/hjolandi og auðvitað akandi væri frábær viðbót í dalinn.

Þessi staðsetning fyrir Sorpu er algjör tímaskekkja og slæm sóun á svæði sem tengir saman Kópavogsdalinn, Hjalla-, Smára- og Lindahverfi. Á þessum stað væri yndislegt að hafa torg fyrir árstíðabundna viðburði og smástarfsemi á borð við veitingarekstur og sérverslanir. Jafnvel leikvöll eða litla boltavelli til að gera svæðið fjölskylduvænt og tengja saman veitingar, menningu og útivist. Nauðsynlegt að hafa gott aðgengi hjólandi og gangandi sem er annars sorglega lélegt á Dalveginum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information