Koma fyrir hundagerði í austurhorni afgirta svæðisins sem tilheyrir kirkjugarði Lindakirkju
Svæðið sem ætlað er undir kirkjugarð verður ekki fyllt á næstunni og stendur því ónotað. Það er að hluta afgirt og ekki alveg ofaní íbúðabyggð. Mikill fjöldi hunda er í hverfinu og nú stendur til að byggja á Vatnsendahæð þar sem mögulegt hefur verið að viðra hunda. Staðsetja mætti gerðið í horninu milli Arnarnessvegar og Fífuhvammsvegar.
Sammála að það vantar hundasvæði, eini ókosturinn við þessa staðsetningu er að þurfa að vera bílastæði sem ekki eru til staðar þarna. Nær væri að nota malarveginn sem er til staðar inn af kirkjugarðinum, gera aðstöðu til að leggja og girða af þeim megin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation