Fótbolta völlur á milli Trönuhjalla og Engihjalla

Fótbolta völlur á milli Trönuhjalla og Engihjalla

Grasleggja malarvöllinn fyrir ofan Trönuhjalla 1-5.

Points

Það er hálfgerður fótboltavöllur

Þarna er líka tækifæri til þess að fegra umhverfið, bæta við gróðri í kring og bekkjum. Það eru alla vega þrír gervigrasvellir á tiltölulega litlu svæði á Kársnesi, við Ásbraut, Sæbólsbraut og nú síðast við Borgarholtsbraut, en austurbær Kópavogs hefur hér setið eftir og þá sérstaklega austasti hluti hans. Völlurinn við Ásbraut er til dæmis eitthvað sem mætti horfa til sem fyrirmynd. Þar er ekki bara fótboltavöllur heldur líka körfur fyrir körfubolta og rólur við hliðina, auk bekkja.

Það væri frábært að fá gras eða gervigras á þennan völl þá væri hann aðlaðandi og krakkarnir hópast að

þessi völlur er reyndar hættulegur núna ég benti Kópavogsbæ á það í sumar að það væri steypt festing í markinu með járni upp úr sem var fjarlægð en það er mikið að föstu grjóti á vellinum sem þarf að taka og setja gras :)

Það er komið nóg af þessum sparkvöllum.Strákarnir mínir eru búnir að vera spurja hvort þeir meiga fara út á sparkvöll og mér finnst að það er bara ekki í lagi að það er verið að leyfa krökkunum sínum að fara einn inná svona velli.#savethechildren #tökumsparkvelliniður

Völlurinn er lítið notaður útaf mölinni, sem skemmir líka boltan. Það er miklu skemmtilegra að spila fótbolta á grasi, það vita það allir. Eg held að þetta væri mjög gott fyrir hverfið. og ég er viss um að krakkarnir í hverfinu myndu vera hæst ánægð með þetta.

Of fáir góðir fótboltavelli miðað við fjöldann

Hvað finnst ykkur um að breyta í hundasvæði. Lokað svæði svo að hundar geta verið lausir. Margir hundar í hverfinu og væri gaman að hafa smá svæði fyrir þá.

Sem grasvallafræðingur og íbúi þarna tel ég alltaf skynsamlegast að leggja gervigras þarna, það mundi auki nýtingu og gera mögulegt á notkun yfir vetrartímann líka. Því miður er oft vanhirða á gras sparkvöllum sem skemmast oftast í markteigum og þess háttar. Mæli með lagningu gervigrass yfir þennan sparkvöll

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information