Minnka hámarkshraða úr 50 í 30 og setja hindranir

Minnka hámarkshraða úr 50 í 30 og setja hindranir

Of margir sem keyra hratt á götum sem grunnskólabörn ganga t.d. Urðarbraut, Borgarholtsbraut, Kársnessbraut....

Points

Allt Kársnesið ætti að vera 30 km svæði, engin þörf er á hraðari akstri innan hverfisins.

Komum í veg fyrir alvarleg umferðarslys!

Hámarkshraði mætti vera 30km á öllu Kársnesinu finnst mér. Minni mengun og þægilegri umferð fyrir alla 👍

Sammála, en Borgarholtsbrautin er þegar með 30 km. hámarkshraða. Það virðast bara fáir virða það.

Koma þarf í veg fyrir slys vegna hraðaksturs bíla sem koma niður á Kópavogsbrautina á fullri ferð. 30 km hámarkshraði eða einhver hraðatakmörkun þar sem virkar til að bílar hægi á sér áður en þeir fara yfir þessa fjölförnu gangbraut.

Á kársnesbraut er mikill hraðakstur og börn eiga td mjög erfit að komast yfir gangbrautir þar. Og einnig myndi þetta draga úr hávaða

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information