Umferðarljós á gatnamótum Borgarholtsbr og Urðarbr.

Umferðarljós á gatnamótum Borgarholtsbr og Urðarbr.

Breyting á notkun

Points

Krossbrautin á að halda sér, enda hefur oft legið við slysum þarna. Leyfum gangandi og hjólandi að njóta vafans.

Ég vil gjarnan að krossbrautin fái að halda sér en er ekkert á móti því að stilla þetta aðeins betur. Helst að skoða tímann sem hvert ljós er grænt og jafnvel mismunandi eftir tímum dags. Einnig má setja skilti sem bendir á að það þurfi að ýta á hnappinn til að það komi að gangandi.

Krossinn má vera en það má líka skoða efnið sem var notað síðast, var sleipt í rigningu og lifði ekki af árið. Væri synd að sjá peninga og umferðaröskun fara í það að mála þennan kross árlega. Umferðastýring ljósa virkar ágætlega að kvöldi en lengja þarf tíman sem hvert ljós er grænt á umferðartímum.

Hætta með þessa krossbraut, þetta veldur bara umferðarteppu á vissum tímum dagsins, sérstaklega seinnipartinn, því þá nær bílalestin langleiðina upp að Hamraborg

Þessi kross er að sanna sig. Þessar bílalest sem er að myndast lagt upp að Hamraborg hefur ekkert með krossinn að gera heldur er gatan of þröng þar sem sem fjölgun hefur orðið að sunnaverðu nesinu með nýjum blokkum og fólk er ekki að nota allar leiðir að þeim svæðum

Þið haldið þó ekki að ég vilji ekki hafa ljós þarna? Ég er bara á því að þeim verði breytt úr kross í venjuleg. Og Hafsteinn hvað meinar þú með oft legið við slysum þarna, eru þetta eitthvað hættulegri gatnamót en einhver önnur? Svo er ég búinn að kanna það með að stilla þett eitthvað betur en það er víst ekki hægt.

Alltof langur tími á rauðu ljósunum á eftir gönguljósum. Krossinn mætti gjarnan hverfa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information