Bætt aðgengi fyrir hjól að undirgöngum

Bætt aðgengi fyrir hjól að undirgöngum

Bæta mætti aðgengi fyrir hjól að undirgöngunum milli Nýbýlavegar og Furugrundar. Yngri börnin eiga í miklum erfiðleikum með að komast upp og niður stigann með hjólin sín nær Nýbýlavegi (hjá strætóskýlinu). Það mætti skoða að koma fyrir aflíðandi rampi eða hafa stigann með meiri þrepaskiptingu. Stiginn er of langur og brattur eins og hann er í dag.

Points

Öruggari aðkoma að undirgöngunum fyrir börn og fólk á hjólum. Draga úr fallhættu á veturna með meiri þrepaskiptingu í stiga.

Það er mjög erfitt að fara með barnavagn/kerru upp og niður þarna og ég tala ekki um ef það er annað barn með í för sem er gangandi. Bílarnir í íbúðagötunni keyra allt of hratt og ég bíð eftir að það verði slys þarna því krakkarnir (fólk) koma á blússandi siglingu á hjólum eða rafhlaupahjólum niður göngustiginn og yfir á götuna. Lýsa upp svæðið og setja gangbraut og 30 merki í götuna, jafnvel 15.

Tröppurnar sem sjást á mynd eru ekki hitaðar og stórhættulegar að vetri til. Handriðið er allt of neðarlega þegar byrjað er að ganga niður stigann. Það eru margir í erfiðleikum að fara þarna um og þeir sem eru í hjólastól hreinlega geta það ekki. Það þarf að setja bogadregna brekku til að auðvelda fólki að nýta þessi fjölförnu undirgöng.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information