Lóðin við hlið Lindakirkju er flottasti útsýnisstaður í Kópavogi. Ég vil sjá kaffihús þar, með skjólgóðum útipöllum í suður og vestur þar sem kvöldsólin er flottust, þar sem íbúar geta rölt í og hist og fengið sér kaffi/snarl/öl og rölt svo heim. Veitingahúsið gæti einnig framleitt veitingar fyrir erfidrykkjur í kirkjunni til að fylla uppí ef þarf. Svona hverfis veitingastaðir eru að verða vinsælir af því við getum gengið til og frá , mömmuhittingur, vinkonuhópar, kallahópar, nágrannar😅
Fjölmennt íbúahverfi allt í kring
Þetta væri æði!!!
Skortur á kaffihúsi í þessu annars góða hverfi er æpandi, þetta yrði mikil viðbót fyrir okkur sem þar búum!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation