Þar sem göngustígar eru samsíða hjólastígum nær sjávarsíðu legg ég til að göngustígar verði jafnan nær ströndinni en hjólabrautirnar fjær.
Gangandi vegfarendur vilja oftar njóta þeirrar fegurðar sem vogarnir tveir bjóða uppá. Gangandi fólk stoppar oft og vill líka skoða fjöruna. Það getur verið slysahætta þegar hjólandi fólk kemur á miklum hraða þegar gangandi eru með hugann við þá náttúrufegurð sem fjaran býður uppá. Þetta er ódýrt og ekki mikið verk að víxla merkingum þar sem það á við.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation