Holl og fjölbreytt næring á stofnunum og starfsstöðum bæjarins, svo sem fyrir börn á leikskólum og grunnskólum og eldri borgara auk starfsfólks bæjarins.
Hafa hollan, næringarríkan og góðan mat í leikskólum, skólum og hjá eldri borgurum. Hafa nóg af mat þannig að allir verði saddir eftir máltíðina.
Skoða matseðla í grunnskólum bæjarins og leikskólum, samræma þá og meta næringarinnihald þeirra. Skoða hvað er til sölu í íþróttamannvirkjum bæjarins með tilliti til næringar. og jafnvel samræma.
Ekki þurfi á læknisvottorði að halda til þess að koma í veg fyrir ákveðnar matartegundir.
Samtök grænkera á Íslandi telja mjög mikilvægt að auka framboð á grænkerafæði í skólum og öðrum stofnunum Kópavogsbæjar og þannig tryggja að þau sem kjósa grænkerafæði fái það og metnaður sé lagður í það. Í nýlegri könnun sem samtökin gerðu á meðal vegan foreldra kom Kópavogsbær mjög illa út og sögðust hátt í 90% foreldra í Kópavogi hafa fundið fyrir fordómum gagnvart veganisma í skólakerfinu. Samtökin munu senda formlegt erindi þessu tengt á bæjarstjórn.
Ávaxta og grænmetisstund verði í boði fyrir alla nemendur í boði sveitarfélagsins.
Skoða hvort ekki sé hægt að reikna út heilsumatseðil fyrir grunnskólana líkt og gert hefur verið fyrir leikskóla með frábærum árangri. Skólamötuneytin eru kannski ekki alveg í sömu stöðu og leikskólarnir en það þarf klárlega að endurskoða hvað þar er á boðstólum og koma til móts við nemendur sem ekki borða kjöt og auka framboð af grænmeti/salatbar.
Huga betur að kolefnisfótspori máltíða sem framreiddar eru í skólum bæjarins. Börnin njóta ávinnings bæði núna útfrá heilsu og einnig þegar horft er til framtíðar.
Það er ekki nóg að tala um að bæta matseðil grunnskólanna með fjölbreyttari og hollari kostum. Það er margt hægt að gera, en það þarf líka að koma meira fjármagn inn til þeirra til að geta framkvæmt þetta bæði til að lækka kostnað máltíðarinnar, bæta aðstöðu starfsmanna og aðbúnað eldhúsanna.
Aukið verði við grænmeti og unnar kjötvörur teknar út
Ég legg til að settar verða samræmdar reglur í öllum skólum varðandi nesti, þannig að nemendur komi með ávexti, grænmeti og/eða egg. Eða þá að hægt verði að vera í áskrift á nesti eins og hádegismat og að eingöngu verði boðið upp á ávexti, grænmeti og egg í nestistíma. Auk þess að vera hollt og næringaríkt eykur það líkur á því að nemendur borði betur í hádeginu ef þau eru ekki of södd eftir brauð, jógúrt, skyr, stykki eða annað sem þau borða oft í nestistíma sem er oft stuttu fyrir hádegismat.
Ég legg til að allir nemendur grunnskóla fái tækifæri til að öðlast grunnþekkingu í næringarfræði og heilsutengdri markmiðasetningu með því að fá aukna fræðslu t.d. í lífsleikni eða heimilisfræði.
Ég legg til að haldin verði regluleg heilsutengd námskeið eða fyrirlestrar (jafnvel rafræn) íbúum Kópavogs að kostnaðarlausu. t.d. varðandi næringarfræði, hreyfingu, næringaríka matreiðslu, hugleiðslu, markmiðasetningu, öndun, mikilvægi félagslegrar heilsu, heildræna heilsu, svefn o.s.frv.
Bjóða lýsi eða annan Dvítamíngjafa í skólum og gera matmálstímann að kennslustund (kennarar borði með börnum og fræði um leið um næringargildi, sjálfbærni, uppruna/landafræði, plöntu-og dýrafræði o fl.)
Skoðaðir verði matseðlar grunnskólanna og fjölbreytileiki salatbara. Skilgreinina hvað á að vera í salatbörum skólanna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation