Heilsa, menntun og menning

Heilsa, menntun og menning

Ef þú hugsar um bestu mögulegu stöðu í Hafnarfirði árið 2035. Hvað á bærinn að leggja áherslu á til að stuðla að góðri heilsu, menntun fyrir alla og öflugu menningarlífi?​

Points

Grundartúnið verði gert að grænu svæði (eins og var lofað 2006) og settar ungbarnarólur og einföld leiktæki fyrir yngri kynslóðina og jafnvel rólu fyrir hjólastóla ásamt bekkjum fyrir foreldra til að njóta í fallegu og öruggu umhverfi.

Efla enn frekar félagslega heimaþjónustu til eldra fólks, sérstaklega á kvöldin og um helgar. Einnig ætti að auka dagþjónustu með það að markmiði að rjúfa einmanaleika og auka virkni eldra fólks. Bæði með viðveru á heimilum fólksins og hvatningu til hreyfingar bæði heima og utanhúss.

Efla menntun og fræðslu til starfsfólks félagslegrar heimaþjónustu og þeirra sem starfa í liðveislu, bæði á heimilum og í skólum. Allskonar einstaklingar sem taka að sér þessi störf. Þeir eru með mismikla menntun og reynslu. Mikilvægt til að efla þau og gera öruggari í starfi er t.d. að auka fræðslu og kennslu, s.s. leggja áherslu á góð samskipti, kærleika, mannlega þáttinn, sjálfstæð vinnubrögð, það að vera úrræðagóður. Þetta styrkir fólk í starfi og gæti minnkað starfsmannaveltu.

Ég legg til að Strandgatan niður við sjó verði gerð einbreið svo hægt verði að gera það svæði að hálfgerðum almenningsgarði í anda High Park í New York þar sem fólk getur stundað hlaup, hjólað og unað sér við sitt í manneskjulegra umhverfi en sem nú er undirlagt fyrir einkabílinn. Sjá líka innleiðingu einstefnu í Bacelona til að auka lifsgæði íbúa. Tilvalið væri að bæta við gróðri á akrein sem yrði lokað til að loka enn frekar á bílanið.

Gróðurhús í anda Friðheima Uppbygging á gróðurhúsi í anda Friðheima þar sem hægt er að koma og upplifa uppskeruna á sama tíma og hægt er að njóta hennar. Býður upp á alls konar möguleika fyrir gesti og gangandi og fyrir skólaheimsóknir sem lið í verefnum og hugsun um sjálfbærni.

Annar Frisbýgolfvöllur (Hvaleyrarvatn) Stærri Frisbýgolfvöllur t.d. við Hvaleyrarvatn eða á á ööðru heillandi svæði. Vaxandi sport og um að ræða íþrótt sem allir geta stundað. Sameinar heilu kynslóðirnar.

Uppbygging við Hvaleyrarvatn Svæðið býður upp á mikla möguleika. Koma upp aðstöðu eins á Hömrum á Akureyri þar sem vatnið er notað fyrir alls konar vatnleiki, þrautarbrautir, rennibrautir og leiktæki úr náttúrulegum efnum. Þar er líka sandkassi og tjaldstæði. Tjaldstæði á þessu svæði væri frábært. Frisbýgolfvöllur í skóginum. Ratleikur á skilti með QR kóða. Kaffihúsi í gamall rútu. Klifurturn. Bátaleiga. Aðstaða fyrir kvöldvökur og varðeld.

Ævintýraland við Suðurbæjarlaug Endurskipuleggja og lag aðstöðuna við laugina. Nýta betur allan garðinn. Bæta við reinnibrautum, minigolfvelli, strandblaki, hoppudýnu, leiktækjum fyrir börnin, útiæfingartækjum, Búa til sannkallað ævintýraland sem laðar að og heillar.

Frístundabíllinn verði í boði fyrir eldri börn í grunnskóla þ.e. 9 ára og eldri. Einnig fyrir eldri borgara. Þannig gæti t.d. eldri borgara skráð sig í frístundabíl. Fastar ferðir í skipulagt félagsstarf eða jafnvel bara í sund eða í opna göngutíma í Kaplakrika eða á Ásvöllum.

Gönguskíðasvæði sem hægt er að ganga fljótt og fast að þegar þannig viðrar. Ákveðið svæði þar sem alltaf eru sett spor ef það er snjór. einmitt stðair eins og Óla run tún og Hvaleyrin. Líka Víðistaðatún og mögulega lengri leiðir eins og frá Hafnarfirði að Kaldárseli.

Prufutímar í tónlist fyrir alla aldurshópa Tónlist er öllum holl og mikilvæg. Finna leið til þess að allir áhugasamir fái tækifæri til að læra á hljóðfæri og fái eftir prófun að skrá sig í nám og á námskeið. Auka aðgengi að fjölbreyttri tónlistarkennslu fyrir alla aldurshópa.

Útungunarstöð hugmynda Aðstaða eða vettvangur fyrir alla þá sem vilja hrinda eigin hugmynd í framkvæmd. Leiða saman alla þá sem eru með hugmynd því í krafti fjöldans er líklegra að hlutirnir gerist og að kraftar ólíkra aðila sameinist. Kennsla og ráðgjöf við fyrstu skrefin.

Tómstundastarf fyrir alla aldurshópa Námskeið og fræðsla fyrir alla áhugasama. eitthvað í líkingu við Klifið í Garðabæ þar sem í boði eru fjölbreytt námskeið. Þetta gæti verið til viðbótar við það starf sem frístundaheimilin bjóða upp á og t.d. tómstundastarfið sem í bði er á vegum bæjarins yfir sumartímann.

Hvetja til hreyfingar úti með því að hafa skíðasvæði, skautasvell og skatepark í bænum. Bæta skólalóðir bæjarins allir eiga að hafa samskonar útisvæði við sinn skóla og ýta þannig undir hreyfingu og útiveru. Vantar græn svæði, gróðursetja meira. Halda við því sem fyrir er og laga það sem þarf að laga margir leikvellir/skólalóðir sem þurfa á viðhaldi og uppfærslu. Einnig eru svæði í niðurníslu sem þarf að huga að eins og rólóvöllurinn í Kinnunum.

Það vantar fleiri græn svæði í miðbænum, til dæmis á Grundartúni við enda Austurgötu /Lækjargötu. Þar er svæði sem var lofað sem grænu svæði 2006 eftir að íbúar söfnuðu undirskriftum en ekkert hefur verið gert þar ennþá. Bráð vöntun er á grænum svæðum í miðbæ, helst rólóvelli fyrir ung börn þar. Íbúar á svæðinu eru mjög fylgjandi því að svæðið verði tekið sem leiksvæði fyrir börn.

Skíðasvæði í Hafnarfjörðinn. Útbúa barnvænt skíðasvæði í Hafnarfirði eins og er í Reykjavík í Breiðholti, Ártúnsbrekku og Grafarvogi. Gott fyrir börn og byrjendur án þess að þurfa að fara alla leið í Bláfjöll eða Skálafell.

Nemendur á öllum skólastigum fái að hafa áhrif á umhverfisverndarmál í bænum, t.d. með þvi að þeir geti í gegnum skólann, komið á framfæri til stjórnsýslu og íbúa, hugmyndum sínum og upplýsingum um hvernig draga mætti úr notkun jarðefnaeldsneytis og minnka hverskyns mengun í þeirra skólahverfi sem og að koma að skipulagningu, ræktun og umhirðu gróðurs í skólahverfinu. Einnig gætu þeir fengið að hafa áhrif á ákvarðanatöku um umhverfisverndarmál utan byggðakjarnans.

Öll börn eiga að hafa möguleika á að stunda tómstundir óháð efnahag foreldra. Breyta þarf frístundastyrknum. Í dag hækka sum íþróttafélög gjöld um leið og bærinn hækkar framlagið. Betra væri að öll börn gætu valið amk eina tómstundaiðkun sem yrði greidd beint af bænum. Þannig næði bærinn samningsstöðu gagnvart íþróttafélögum og þannig gætu öll börn átt kost á að vera með. Þar að auki þyrfti að styðja efnaminni börn með búnað, fatnað, æfinga- og keppnisferðir osfv. Allir með, enginn útundan.

aðstöðu til sjósunds - það er alltaf að verða vinsælla og hefur sannað ágæti sitt til heilsueflingar. Höfnin og sjórinn er eitthvað sem er lýsandi fyrir Hafnarfjörð og það mætti gera meira úr tengingunni, halda í það gamla en um leið bæta því við sem er heilsueflandi og ýtir undir velsæld íbúanna. Hafnarfjörður er jú heilsubær.

Efling og viðhald á Víðistaðatúni Á staðnum er bæði blakvöllur og tennisvöllur en ástandið ekki gott. Þessa velli þarf að bæta og búa til betri umgjörð. Koma upp minigolfvelli. Aðstaða fyrir kvöldvökur með varðeldastemningu.

Það verði sett upp Fablab t.d í Gamla Lækjarskóla. Fablab er frábær afþreyging og eykur sköpun og hugmyndaflug fer á fullt hjá þeim sem þetta stunda. Þarna gætu grunnskóla- og framhaldsskólanemendur haft aðgengi með kennara ásamt því að hafa opna tíma fyrir almenning.

Gerður verði annar frisbígolfvöllur á Hvaleyravatni. Frisbígolf er skemmtilegt og mjög aðgengilegt sport sem öll fjölskyldan getur stundað saman. Einnig mætti fara strax í að gera gönuskíðaspor þegar snjóalög leyfa á fyrirfram ákveðnum stöðum. Efla mætti fjármálalæsi fyrir grunnskólabörn í Hafnarfirði, því fyrr því betra. Það er eitthvað sem Hfjbær getur þrýst á að verði komið inn í aðalnámskrá.

Heilsuleikar 1* á ári hjá heilsubænum Það væri frábært framtak ef heilsubærinn væri með heilsuleika einu sinni á ári ísamtarfi við öll íþróttafélögin í bænum. Þannig gæti hvert íþróttafélag séð um keppni í einni grein og íbúar á öllu aldri skráð sig til leiks.

Námskraftur - námsúrræði fyrir 16-20 ára Útfæra hugmyndafræðina og framkvæmdina á bak við verkefnið Námskraftur hjá Námsflokkum Reykjavíkur í samstarfi við fjölbraut í Ármúla yfir til Hafnarfjarðar. Hægt að taka upp samstarf við Tækniskólann eða Flensborgarskóla og láta einingarnar sem vinnast í gengum úrræðið gilda í nám á framhaldsskólastigi. Þa ðeru mörg dæmi um ungmenni sem hafa blómstrað í úrræðinu og fengið aukið sjálfstraust til að efla sig í lífinu - https://namsflokkar.is/namsleidir/

Heilsulind og hótel við Hvaleyrarvatn Það eru gríðarleg tækifæri í því fyrir Hafnarfjörð að koma upp fallegri heilsulind í upplandi Hafnarfjarðar með alla náttúruna og fjöllin í bakgarðinum. Heilsulind með metnaðarfullum pökkum fyrir alls konar fólk á öllum aldri. Heilsulindin væri með spa, hollan mat, slökun, núvitund, hugleiðlsu, göngur og fleira.

Heilsubærinn Hafnarfjörður standi undir nafni með því að tryggja íbúum góð loftgæði. Við höfum mengunarlausa raforku og því geta bæjarbúar notað rafknúin verkfæri í görðum og grillað á rafmagnsgrilli. Mengunin frá gas og kolagrillum og bensínsláttuvélum spillir loftgæðunum mikið á sumrin. Á veturna ætti hitaveitan að duga fyrir húshitun og rafmagsofnar ef þörf er á. Reykur frá kamínum og arineldum er heilsuspillandi þegar mengunin berst innum glugga hjá nágrönnum og veldur asma og mígreni😪

Félagsþjónustan verði efld til að þau sem höllum fæti standa, geti líka tekið þátt í menningarlífi. Auk þess að tryggja að þau sem þurfi á þjónustu Félagsþjónustinni á að halda og hafi litla innkomu, geti gefið börnum sínum tækifæri á menntun sem síðan stuðlar að bættri heilsu

Bærinnleggi styðji við og leggi mikið upp úr því að gera Hafnarfjörð að menningar og tónlistar bæ Íslands.

Spjaldtölvuvæðing verði aukin í skólakerfinu og þar með meiri endurmenntun og stuðningur við kennara til að nota tækin á öflugan og markvissan hátt. Á þann hátt kæmust ungmenni bæjarins inn í framtíðina með gott veganesti t.d. kynnu að meta upplýsingar á netinu og færu eftir viðurkenndum siðareglum netsins um leið og þau væru tilbúin að nota tæknina á öflugan hátt í sinni vinnu

Að haldið verði áfram að leggja göngu- og hjólastíga um bæinn og nágrenni án þess að þrengja að annarri umferð (ef hægt er) en einnig að fjölga til muna bekkjum til að tilla sér á við göngustígana. Ganga er góð heilsubót og þar sem gera má ráð fyrir fjölgun eldri bæjarbúa þá eru bekki kærkomnir í gönguferðum.

Bærinn ætti að styðja meira við listamenn sem búa í bænum t.d. með ókeypis sýningasölum, kaupum á listaverkum og beinum fjárstuðningi. Með þessu móti mætti fegra bæinn og laða hingað listafólk

Heilsa. Auðvelda hraðvirkari leiðir til að komast hjá heilsugæslunni. Menntun. Auka þekking grunnskólakennara til að geta upplýst nemendr um möguleika í framhaldsskólum. Menning. Efla fræðslu í grunnskólum um kristinfræði, söngtima, ljóðalestur.

Hafnarfjörður er með gott menningarlíf, og ætti að efla það frekar með stuðningi við listamenn og halda áfram að vera með flottar bæjarhátíðir. Þegar kemur að menntun á Hafnarfjörður að leggja áherslu á jöfn tækifæri fyrir öll börn, óháð bakgrunni með meiri sérhæfingu og stuðningi. Heilsubærinn Hafnarfjörður ætti að hafa það sem stefnu að stórefla hjólainnviði og aðstöðu fyrir gangandi vegfarendur, en þar er bærinn eftirá miðað við nærliggjandi sveitafélög og myndi efla Hafnarfjörð sem heilsubæ.

Auka sjálfbærni í Hafnarfirði, með gróðurhús við hvern skóla og fræða börn um mikilvægi ræktunar og holls mataræðis. Eins mætti koma með sameiginlega gróðurhús í byggðarkjarna. Setja upp deilihagkerfi í hverfi - þar sem íbúar geta deilt hlutum eins og sláttuvélum sem notaðar eru uþb. 7 daga á ári og margt fleira. Þetta ýtir undir samfélagsvitund og upprætir einstaklingshyggjuna og bætir umhverfismálin. Ef Hafnarfjörður ætlar að vera heilsubær þá skiptir miklu máli að huga að umhverfinu.

Hafnarfjarðabær ætti að byggja Skautasvell fyrir íshokkí svo krakkar þurfa ekki að fara til Reykjavík til þess að æfa íshokkí. Væri sniðugt að byggja skautasvell út af því þá getum við farið að skauta og horft á íshokkí leiki í bænum okkar. Hafnarfjarðarbær getur stofnað sit eigið íshokkí lið sem gæti heitið Skautafélag Hafnarfjarðar eða eitthvað annað. Ég vona hugmyndin mín verður gerð svo krakkar geta gert fleiri íþróttir í bænum okkar.😀

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information