Kvikmyndahátið sem haldin var í fyrra og á að halda á hverju ári. Það tekur nokkur ár að koma svona hátíð á kortið meðal þúsunda kvikmyndahátíða út um allan heim. Tilgangurinn er bæði að fá hér vestur kvikmyndir sem við myndum annars ekki geta séð í bíó, og að fá þekkta sem óþekkta kvikmyndagerðamenn að koma til Vestfjarða. sumir af þeim sem voru hér í fyrra hafa áhuga að koma og vinna efni á Vestfjörðum.
Við fáum kvikmyndir, stuttmyndir og heimildarmyndir í Ísafjarðarbíó sem við annars hefðum ekki möguleika að sjá í bíó. Við fáum kvikmyndagerðamenn alls staðar úr heiminum sem munu kannski gera myndir á vestfjörðum ef við náum að selja þeim vestfirði. Frá myndum á kvikmyndahátíð þá fáum við innsýn í menningu og líf annara þjóða. Okkur langar að fræðast meira og skilja heimsmynd annara þjóða. Á fyrstu hátíðinni þá vann The Dress sem besta stuttmyndin og hún er nún tilnefnd fyrir Óskarinn.
Ferskandi fjölbreytileiki. Hollt fyrir sálina að fá þvílíka blöndu. Góð stemmning sem verður enn betri þegar hátíðin festir sig í sessi og fleiri mæta á hana.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation