Sveitarfélagið haft í stefnu sinni að ráða menningarfulltrúa. Allt það sem hefur verið nefnt hér gæti verið hluti af starfslýsingu þess aðila. Það veitir líka aðhald innanbúðar að það sé fulltrúi sem talar máli menningarlífsins og það getur sannarlega verið hvatning fyrir þá sem vinna að menningarmálum í sveitarfélaginu að hafa manneskju til að leita til, stundum bara til skrafs og ráðagerða, varðandi markaðssetningu eða hvað annað sem snýr að skipulagningu menningarviðburða
Það er nauðsynlegt að vera með menningarfulltrúa eða menningarstjóra til að framfylgja menningarstefnu bæjarins. Allavega ef þetta á að verða metnaðarfull stefna, vel skilgreind og tímasett markmið og fjármunir tryggðir til að koma henni í framkvæmd
Að hafa tilgreindan aðila innan kerfisins sem sinnir málaflokknum dregur úr líkum á því að menningarmálin lendi á milli stafs og hurðar. Viðkomandi getur sinnt upplýsingaveitu og efnisöflun og séð til þess að sýnileiki menningarviðburða verði sem mestur.
Menningarfulltrúi er eins og vítamín sem gefur viðburðadagatalinu líf, tengir saman ólíka aðila, skapar tengsl þvert á listgreinar sem er eitt af vandamálunum nú að hver grein eru svolítið í sínum farvegi. Menningarfulltrúi er svolítið vítamínið sem þarf til að gefa listalífinu hraustlegt og gott útlit og efla þáttöku allra því allir þurfa listir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation