Hugmyndin snýr að því að gera kirkjugarð Ólafsfjarðar að aðgengilegum og eftirsóttum áfangastað fyrir gesti og gangandi. Kirkjugarðurinn er staðsettur miðsvæðis í Ólafsfirði og með því að gróðursetja blóm og aðrar plöntur í garðinum mætti gera hann að fallegum "listi- eða grasagarði" sem setur svip á bæinn. Í Reykjavík er Hólavallakirkjugarður t.d. orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík. Þetta mætti einnig gera á Siglufirði t.d. í gamla kirkjugarðinum þar, án mikils tilkostnaðar.
Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð 13.-26.mars. Þessi hugmynd var ekki valin í kosningu þar sem svæðið er ekki á forræði Fjallabyggðar. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla íbúa Fjallabyggðar 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: https://betraisland.is/group/28489. Nánari upplýsingar er að finna á https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/fjallabyggd/frettir-og-tilkynningar/fegrum-fjallabyggd-nu-kjosum-vid
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation