Það mætti gera aðkomuna að leikvellinum á Fossveginum betri fyrir lítil börn og foreldra. Í dag er þarna malarbakki niður á leiksvæðið frá götunni og ásýnd svæðisins ekki spennandi. Það væri hægt að móta aðkomuna betur og koma fyrir einhverskonar tröppum með breiðum þrepum sem jafnvel væri hægt að sitja í og fylgjast með leik barna. Og nota hæðarmismuninn fyrir rennibraut og/eða klifurbakka eins og á meðfylgjandi mynd.
Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð 13.-26.mars. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal en hún var sameinuð öðrum svipuðum sem bárust. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla íbúa Fjallabyggðar 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: https://betraisland.is/group/28489. Nánari upplýsingar er að finna á https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/fjallabyggd/frettir-og-tilkynningar/fegrum-fjallabyggd-nu-kjosum-vid
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation