Bambahús fyrir börn á Siglufirði og Ólafsfirði. Þessi gróðurhús hafa reynst vel í kennslu fyrir leikskóla og grunnskólabörn. En svona gróðurhús eru frábær leið til að efla náttúru- og umhverfislæsi barna, læra um endurvinnslu, nýsköpun og ýtir jafnframt undir heilsueflingu. Slík hús er t.d. í Hrísey, Reykjavík og ýmsir leikskólar sem hafa fjárfest í slíkum gróðurhúsum.
Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð 13.-26.mars. Þessi hugmynd var ekki valin í kosningu en verður send sem ábending til forstöðumanna leik- og grunnskóla til nánari skoðunar eða framkvæmda. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla íbúa Fjallabyggðar 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: https://betraisland.is/group/28489.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation