Gróðursetja mætti tré og gera huggulegan reit fyrir aftan Rauðku (þar sem kastalinn var áður) og setja niður bekki og borð. Það mætti svo setja þar t.d. útiborðstennisborð, útiskák, stóran sandkassa með gröfum - allavega önnur leiktæki en þau sem eru nú þegar á leikskólanum, grunnskólanum og öðrum rólóum. Að hafa smá fjölbreytni og hugsa um að sem flestir aldurshópar geti skemmt sér saman.
Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð 13.-26.mars. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni þar sem svæðið er innan lóðar einkaaðila. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla íbúa Fjallabyggðar 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: https://betraisland.is/group/28489. Nánari upplýsingar er að finna á https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/fjallabyggd/frettir-og-tilkynningar/fegrum-fjallabyggd-nu-kjosum-vid
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation