Það yrði til mikilla bóta að fegra svæðið á mótum Aðalgötu í Ólafsfirði og innkeyrslu að sundlaug og skóla með beðum með sumarblómum. Frekar einföld og líklega ódýr aðgerð sem gæfi þessu svæði mikinn lit. Töluvert af ferðamönnum fer í laugina og auðvitað blasir þetta við þeim sem keyra í gegnum bæinn.
Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð 13.-26.mars. Þessi hugmynd var ekki valin í kosningu en verður send sem ábending til þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla íbúa Fjallabyggðar 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: https://betraisland.is/group/28489. Nánari upplýsingar er að finna á https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/fjallabyggd/frettir-og-tilkynningar/fegrum-fjallabyggd-nu-kjosum-vid
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation