Í langan tíma hefur svæðið neðan við kaupfélagið í Ólafsfirði verið bæjarfélaginu til skammar. Ég hvet sveitarfélagið til að ganga nú í það að láta fjarlægja gáma og dót sem er þarna á landi bæjarins, mörgum til mikilla ama.
Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð 13.-26.mars. Þessi hugmynd var ekki valin í kosningu. Fjallabyggð stendur fyrir vorhreinsun á hverju ári og verður lögð áhersla á þetta svæði verði hreinsað í ár. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla íbúa Fjallabyggðar 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: https://betraisland.is/group/28489.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation