Sorglegt hvað eru fáir á gangi og á hjóli í hverfunum. Ein ástæða er að það er einfaldlega ekki rými fyrir fólk að ganga, sérstaklega ekki fyrir tvo í einu. Flestir göngustígar eru um 70cm breiðir, gamlir og úr sér gengnir. Miðbær Garðabæjar, þar sem flestir eru, er bílastæði Hagkaups eins og Garðtorg og bæði í einkaeigu. Tillaga mín er að breikka göngustíg, leggja hjólreiðarstíga, torg fyrir fólk og stefnu sem miðast við bæta samfélagið. Hætta að selja torgin til einkafyrirtækja.
Eins og einhver sagði, "if you build it, they will come". Garðabær ætti að sjá sóma sinn að raunverulega hanna bæ fyrir fólk en ekki bíla. Flest almennings torg eru í einkaeigu og ekkert rúm þar til að hanna fyrir samfélagið, þar sem fólk getur komið saman án þess að þurfa að versla við Haga. Göngustígar ættu að vera fallegir, ekki 50 ára gömul steypa. Malbikaðir stígar eru fínir, t.d við Vífilsstaðarveg, en stígar í hverfum mættu vera fallega hellulagðir þar sem við á.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation