Lækkum almenna virðisaukaskattsþrepið í 20%, höfum 5% þrep fyrir orku til heimilisnota og öryggisvörur fyrir börn og núll-skatt á flestar matvörur, barnaföt og námsbækur. Hár virðisaukaskattur hindrar viðskipti. Lækkum virðisaukaskattinn og allir vinna. Myndin hér er tekin af https://www.gov.uk/vat-rates
Hár veltuskattur er m.a. ástæða þess að þjónustukaup eru dýr hér á landi hvort sem um er að ræða bifreiðaviðgerðir, tölvuviðgerðir, þjónustu iðnaðarmanna eða annað sem máli skiptir í daglegu lífi. Hár virðisaukaskattur hindrar þess vegna kaup á þjónustu og dregur úr uppgefinni veltu. Lækkum virðisaukaskattinn og allir vinna.
Þvert á móti skulum við lækka eða fella niður tekjuskatta en hækka neysluskatta.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation