Hólaravöllur

Hólaravöllur

Samkvæmt framkvæmdaáætlun leikvalla sem samþykkt var árið 2022 hjá fjölskylduráði Norðurþings á að byggja upp tvo leikvelli á Húsavík, ásamt því að byggja áfram upp leikvelli á skólasvæðum sveitarfélagsins. Annar er staðsettur í norðurbæ á milli Höfðavegar og Laugarbrekku en ekki liggur fyrir staðsetning á vellinum sem staðsettur á að vera í suðurbænum. Samþykkt var að fara með málið í íbúasamráð og niðurstaðan verður leiðbeinandi fyrir fjölskylduráð í ákvarðanatöku vegna framtíðarstaðsetningu leikvallar í suðurbænum. Setjið hjarta við þennan leikvöll ef þið kjósið að verði farið í uppbyggingu á honum.

Points

Hólaravöllur ekki spurning. Það er reyndar mjög góður leikvöllur í Stakkholtinu sem er mjög vel nýttur en líklega verður hann þá að víkja. En varðandi Hólara þá er hægt að gera frábært svæði þar, fótboltavöll, leikvöll með aparólu, lítinn körfuboltavöll, borð, stóla, bekki og síðast en ekki síst frisbígolfvöll en staðsetningin á honum núna er alveg út í hött og hefur alla tíð verið. Ef ekki frisbígolfvöll á Hólara þá væri snilld að færa hann í Skrúðgarðinn okkar sem fyrst.

Í raun galið að árið 2024 skuli enn ekki vera risinn alvöru leikvöllur á Hólara. Þar hafa börn og menn iðkað knattspyrnu frá því elstu menn muna við hörmungar aðstæður. Mikið af barnafólki býr í nágrenni við völlinn og sé ég fyrir mér að með tímanum verði teiknaðar lóðir inn á þetta svæði. Hef alla ævi búið á þessu svæði og frá því ég man eftir mér hefur krakkafjöldinn alltaf verið nægur. En þó yfirleitt bara þeir sem aðhyllast knattspyrnu. Börn með önnur áhugamál þurftu að leita lengra.

Hólaravöllur hefur verið leiksvæði barna í tugi ára og er enn í fullri notkun. Börnum fer fjölgandi á þessu svæði. Þetta svæði er mjög stórt með nægt pláss til að byggja upp flott og stórt leiksvæði. Tækifærin eru mjög mörg á þessu svæði með nægu plássi. Það gæti leikandi rúmað efitrfarandi leikvöll, fótboltavöll, körfuboltavöll, afgirtan minni leikvöll fyrir yngri börnin, fristígolf og fleira til svo eitthvað sem sé nefnt. Skólendi, brekkur til að renna og fleira sem gerir þetta tilvalin stað

Sammála síðasta ræðumanni. Mér finndist frábært að fá góðan leikvöll á Hólaravöllinn. Hverfið er stútfullt af barnafólki og langt að fara á næsta leikvöll. Hér er mikið líf og fjör og þá sétstaklega yfir sumartímann þar sem krakkarnir hópast saman í leiki eða fara á Hólara i fótbolta.

Hólaravöllur er lang mest notaða leiksvæðið í suðurhluta Húsavíkur. Þar eru börn að leik alla daga ársins. Því er engin spurning að það er leiksvæðið sem Norðurþing ætti að byggja upp. Börnin hafa kosið það sjálf. Ef svo að leiktæki fyrir börn á öllum aldri (líka ungabörn) væru flutt á svæðið ásamt bekkjum fyrir kaffiþyrsta foreldra til að setjast á - yrði þetta án nokkurs vafa eitt vinsælasta svæði bæjarins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information