Inni á borði bæjarstjóra liggur síðan í apríl/maí ‘23 ósk eða beiðni frá börnunum í leikskólanum Tjarnarseli um að fá útikennsluskýli á svæðinu við skóginn í Vatnsholti fyrir alla leik- og grunns en ekkert bólar á svari bæjarstjóra um hvað verður gert. Þau vilja getað varið lengri tíma þarna á þessu svæði við nám en hægt er núna. Einnig væri kjörið að útbúa stórt áhugavert útikennslusvæði eða umhverfi á svæðinu inni í auða rýminu við Baugholtið þar sem allir skólar og leikskólar geti nýtt sér.
Þessi hugmynd er mikilvæg viðbót við annað náms og kennslu umhverfi ó námi barna að geta verið í svona mikilli nánd við náttúruna og umhverfið sitt. Þessar hugmyndir geta nýst öllum leik-og grunnskólum á svæðinu alveg eins og við sem erum langt frá Njarðvíkur skógum getum farið með strætó og varið góðum tíma þar en gott væri að fá svona útikennslusvæði þar sem við myndum nýta meira.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation