Jöfnum aðgengi að námi innan sveitarfélagsins og bjóðum fjarnemum stað til að stunda nám utan heimilis, í þeirra nærumhverfi, ekki eingöngu á Ísafirði. Að auka aðgengi að fjölbreyttu námi getur auðveldað mörgum þá ákvörðun að fara í áframhaldandi nám. Einnig getur það stuðlað að jákvæðri byggðaþróun, dregið úr brottflutningi heimamanna og styður við fyrsta markmið Menntastefnu Vestfjarða 2023-2040 „1.Hækka menntunarstig á Vestfjörðum með bættu aðgengi að hágæða menntun fyrir alla samfélagshópa."
Á Flateyri er gott samvinnurými sem kjörið væri að nýta til að koma upp aðstöðu fyrir fjarnema. Það gefur þó auga leið að nemar hafa ekki jöfn fjárhagsleg tök til leigu á rými og þeir sem þiggja laun fyrir vinnu sína. Á Flateyri eru fjarnemar margir með börn á leikskóla, hlutfall kvenna í námi hátt og algengt að ungt fólk flytji burt til að sækja nám. Það væri því kjörið jöfnunartól að auðvelda aðgengi heimamanna að hágæða menntun.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation