Laga og nota sem hluta af húsnæði fyrir eldra stig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, þarna mætti einnig hafa bókasafn Eyrarbakka og húsnæði sem eldri borgarar gætu nýtt í félagsstarf
Það þarf að vera öflugur og góður skóli á Eyrarbakka og Stokkseyri, skólastarf er yfirleitt hjarta hvers staðar, núverandi húsnæði bókasafns mæti ekki þörfum hreyfihamlaðra og það er nauðsynlegt að aldraðir hafi góðan aðgang að frístundarstarfi
Í gömlu byggingunni gæti verið hátíðarsalur og verkmenntastofur fyrir nemendur BES svo hægt væri að kenna matreiðslu, handmennt og myndlist á Eyrarbakka í staðinn fyrir að keyra nemendum stanslaust á milli þorpanna fyrir þessi fög. Þannig myndi til langtíma verða sparnaður af þeirri framkvæmd.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation