Leikhús fyrir nýendurreist Leikfélags Eyrarbakka. Menningarlegt hús með stóra sögu fengi þá áfram menningarlegan og sögulegan tilgang með nýju lífi.
Leikfélaf Eyrarbakka er í miklum vandræðum með að finna varanlegt húsnæði fyrir leiksýningar og starfsemi félagsins. Ef ekki á að nýta húsnæðið áfram sem skóla er þetta kjörið tækifæri fyrir fulltrúa Árborgar að svara óskum leikfélagsins hvað varðar varanlegt húsnæði. Eins myndi Leikhús á Eyrarbakka hjálpa til með að lífga upp á þetta sögufræga þorp og halda uppi stemmingu og lífi í Árborg. Leikhús dregur að og er heillandi kostur fyrir flesta, íbúa í Árborg sem og fólki frá öðrum bæjarfélögum.
Leikfélag Eyrarbakka þarf varanlega aðstöðu og hús Barnaskólans á Eyrarbakka væri gott hús fyrir þá starfsemi. Húsið myndi líka nýtast öllu leikhússtarfi samfélagsins, m.a. fyrir leiklistarsýningar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, það yrði alveg hreint frábært ❤️
Nú hefur verið lagt í þá vegferða að endurvekja Leikfélag Eyrarbakka sem hefur ekki verið starfrækt í hartnær 60 ár og er það frábært framtak, þökk sé þeim sem að því stóðu. En til að félagið geti blómstrað og sett svip sinn á menningu í Árborg er nauðsynlegt að það hafi aðgang að húsnæði til æfinga og sýninga og finnst mér þetta húsnæði geta hentað fullkomlega fyrir slíka starfssemi og mæli því með að húsið verði hið nýja leikshús Eyrbekkinga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation