Að sjálfsögðu áfram skóli
Hvað er samfélag án skóla fyrir barnafólk til að setjast að
Skólinn er undirstaða menntunar í samfélaginu. Hann hefur verið og á að vera áfram! Engum dettur í hug að leggja niður MR (Menntaskólann í Reykjavík) þó húsnæðið sé ekki það heppilegasta í dag á hann sína merkilegu sögu. Sýnum sögu skólahalds á Eyrarbakka þá virðingu sem hún á skilið - hún er okkar undirstaða og tenging. Við byggjum á henni og hún er okkar stolt til dagsins í dag og áframhaldandi framtíðar.
Í gömlu byggingunni gæti verið hátíðarsalur og verkmenntastofur fyrir nemendur BES svo hægt væri að kenna matreiðslu, handmennt og myndlist á Eyrarbakka í staðinn fyrir að keyra nemendum stanslaust á milli þorpanna fyrir þessi fög. Þannig myndi til langtíma verða sparnaður af þeirri framkvæmd
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation